Ísafjörður: nýtt björgunarskip vígt að viðstöddu fjölmenni

Hið nýja björgunarskip Björgunarfélags Ísafjarðar var vígt í hádeginu við hátíðlega athöfn. Ragnar Kristinsson, gjaldkeri félagsins flutti ávarp og gerði grein fyrir kaupunum og fjármögnun þeirra.  Kostnaður varð um 36 milljónir króna. Þá flutti einnig ávörp Jón Svanhólm Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar og Kristján Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar. Jón Svanberg gat þess að meðal þeirra sem hefðu lagt mikið af mörkum við kaupin með dugnaði sínum og elju væru þeir Gauti Geirsson og Jóhann Ólafsson. Sr. Magnús Erlingsson, prófastur vígði skipið og nafn þess var afhjúpað og það gerði Soffía Skarphéðinsdóttir eftirlifandi eiginkona  Gísla Jónssonar, sem skipið heitir eftir. Börn Gísla gáfu mynd af Gísla sem tekin var þegar hann tók við viðurkenningu fyrir björgunarafrit sitt.

Slysavarnardeildin Iðunn gaf 300 þúsund krónur til kaupanna og sá auk þess um veitingar að athöfn lokinni, sem Eggert Stefánsson stýrði.

Skarphéðinn Gíslason og Jón Svanberg við athöfnina í dag.
Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

 

DEILA