Ísafjarðarbær: ekki mögulegt að bæta við vinabæ

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar  telur sér ekki fært að samþykkja beiðni pólska bæjarins Ustrzyki Dolne Commune um vinabæjarsamband. Bókað er að Ísafjarðarbær er lítið sveitarfélag sem er nú þegar í miklu alþjóðlegu samstarfi og hefur því miður ekki fjármagn og mannafla í að sinna frekari vinabæjarsamskiptum.  Pólska sveitarfélagið er 17.000 manna samfélag í suðaustur hluta Póllands í Karpatafjöllunum nálægt landamærunum við Úkraínu. Bæjarfélagið varð til á 16. öld og fékk bæjarréttindi 1727 og var frá 1772 til 1918 hluti af Austurrísk- ungverska keisaradæminu.

DEILA