IOGT undrast áfengisneyslu á íþróttamótum og segir upp viðskiptum við TM

Mynd: ibvsport.is

Bindindissamtökin IOGT á Íslandi undrast áfengisneyslu umsjónaraðila íþróttamóta barna og segja ekkert réttlæta að gefinn sé afsláttur af öryggi barnanna sem sækja slík mót.

IOGT segir upp viðskiptum við TM

Í fréttum í gær „hefur komið fram að áfengi hafi verið veitt á TM íþróttamótum barna í einhvern tíma. IOGT hefur þegar sagt upp viðskiptum við TM. Börn sem send eru á íþróttamót verða að njóta fyllsta öryggis og tryggja þarf að allir umsjónaraðilar séu allsgáðir. Börn upplifa óöryggi innan um þá sem eru undir áhrifum áfengis og trúlegar eru allar íþróttahreyfingar búnar að skrifa undir það í gegnum vinnu með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er ekkert sem réttlætir áfengisneyslu innan um börn, ekki einu sinni þó áfengisframleiðendur oti því að umsjónarfólki. Við skorum á ábyrgðarmenn íþróttahreyfinga að koma í veg fyrir alla áfengisneyslu þar sem börn eru og foreldra að krefjast þess.“ segir í fréttatilkynningu frá samtökunum.

DEILA