Hvalá: sveitarstjórn ákveður hvaða valkosti á að skoða

Skipulagsstofnun segir í nýlegu bréfi til hreppsnefndar Árneshrepps varðandi skipulagsbreytingar sem gera þurfti til þess að heimila rannsóknir fyrir Hvalárvirkjun að „stofnunin telji eðlilegt að ef/þegar unnið verði skipulag fyrir sjálfar virkjunarframkvæmdirnar verði sá valkostur (þjóðgarður) tekinn til athugunar.“

Bæjarins besta óskað eftir því að Skipulagsstofnun skýrði betur hvað fælist þessar ábendingu í ljósi þess að næsta skref að rannsóknum lokum er væntanlega að gera aðalskipulagsbreytingar svo unnt verði að reisa virkjunina.

Í svari Skipulagsstofnunar segir að  skoðun valkosta sé hluti af allri skipulagsvinnu sem geti varðað tegund landnotkunar, staðarval eða útfærslu byggðar eða annarrar landnýtingar. og sérstaklega sé kveðið á um samanburð valkosta við gerð skipulags í 12. gr. skipulagslaga og í 6. gr. laga um umhverfismat áætlana.

Sveitarstjórn ákveður valkostina

Þá segir í svarinu:

„Sveitarstjórn, sem sá aðili sem ber ábyrgð á gerð skipulags, tekur afstöðu til þess hvaða valkostir eru skoðaðir hverju sinni við gerð skipulags. Við mótun skipulags geta komið ábendingar um valkostasamanburð frá almenningi eða umsagnaraðilum, sem sveitarstjórn þarf þá taka afstöðu til hvort þurfi að skoða frekar.“

 

DEILA