Hamingjudagar á Hólmavík hófust í gær og var Heiða Ólafsdóttir með tónleika í gærkvöldi í Bragganum. Hátíðin verður formlega sett í Hnyðju, Húsnæði sveitarfélagsins kl 17 og þá verða menningarverðlaun veitt. Brekkusöngur verður í kvöld.
Aðaldagur hátíðarinnar verður á morgun eru verða fjölmargir viðburðir á Galdratúninu og í Kirkjuhvammi. Annað kvöld verður sundlaugarpartí og hamingjuball.
Á sunnudaginn verður útimessa í Tröllatungu og furðuleikar í Sævangi.