Hagstæð tilboð í tjaldsvæði í Skálavík

Bolungavíkurkaupstaður fékk mjög hagstæð tilboð í ný tjaldsvæði í Skálavík.

Tvö tilboð bárust. Búaðstoð ehf bauðst til þess að vinna verkið fyrir 10.880.000 krónur og Þotan ehf bauð 9.243.960 kr.

Kostnaðaráætlun verksins er 17.646.720 kr. Bæjarráð Bolungavíkur samþykkti að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

Lægra tilboðið er aðeins 52% af kostnaðaráætlun og er það óvenjulega mikið frávik. Munurinn er 8,2 milljónir króna.

Verkefnið fékk styrk í fyrra upp á 11.333.500 krónur úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Verður sá styrkur nýttur við fjármögnun verksins.

DEILA