Hagdeild Landsbankans: samdráttur í ferðaþjónustu á Vestfjörðum

Hagdeild Landsbanka Íslands hefur gefið út mat sitt á þróun ferðaþjónustunnar í ár út frá upplýsingum um fjölda ferðamanna í maí mánuði.

Í Hagsjá, riti Hagdeildarinnar segir að það hafi orðið metfækkun erlendra ferðamanna í maí. Þeim hafi fækkað um 39 þúsund miðað við sama mánuði í fyrra. Það er 23,6% samdráttur. Í apríl var fækkunin 18,5% og á árinu hefur erlendum ferðamönnum fækkað um 89 þúsund miðað við sama tímabili í fyrra.

„Gróft áætlað gæti þetta þýtt um 6 milljörðum króna lægri tekjur í ferðaþjónustunni innanlands miðað við meðaldvalarlengd ferðamanna í fyrra og meðaleyðslu ferðamanna í gistingu, mat og afþreyingu, samkvæmt könnunum.“ segir í Hagsjánni.

Mest munar um fækkun ferðamanna frá Bandaríkjunum en það skýrir um helming fækkunarinnar. Minni fækkun hefur orðið frá Evrópulöndunum en Bandaríkjunum.

Út frá þessu er ályktað í Hagsjánni að samdrátturinn í ferðaþjónustu verði mestur þar sem hlutur Bandarískra ferðamanna er hátt. Það á við um höfuðborgarsvæðið og Vesturland/Vestfirði.

Samkvæmt þessum gögnum spáir Hagdeild Landsbankans því að vænta megi þess að höggið vegna samdráttarins verði mest á þessum svæðium, Höfuðboogarsvæðinu og Vesturlandi/Vestfjörðum.

 

DEILA