Grísirnir Gná og Glóð

Bolungarvíkurkaupstaður hefur gengið frá nafngift á grísina tvo sem fengnar voru til bæjarins. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri segir að þær heiti nú Gná og Glóð segir þær evra frábæra sendiherra fyrir sjálfbærni í nútímaheimi.

Þeirra bíður það verkefni í sumar að naga kerfil og draga úr útbreiðslu hans. Jón Páll segir að í haust verði auglýst eftir góðu fósturheimili í Bolungavík fyrir grísina.