Gréta Proppé Hjaltadóttir í U15 landsliðinu

Gréta Proppe Hjaltadóttir, Vestra hefur verið valið í U15 lið stúlkna Körfuknattleikssambands íslands sem tekur þátt í alþjóðlegu móti Copenhagen-Invitational í Danmörku og fram fer um helgina og hófst reyndar í gær. Keppt er bæði í stúlkna og drengja flokkum.

Þetta verða fyrstu landsleikir yngri landsliða KKÍ þetta sumarið en framundan eru um 100 leikir hjá átta yngri landsliðum sem verða á faraldsfæti á næstu vikum allt frá U15 liðunum uppí U20.

Á Copenhagen-Invitational leika liðin okkar fimm leik hvort, en fyrst er leikið í riðlum föstudag og laugardag og svo um sæti á sunnudaginn.
Alls fara 18 leikmenn í hvoru liði ásamt þjálfurum liðanna, yfirþjálfara KKÍ, sjúkraþjálfara og tveim dómurum á vegum KKÍ.

Undanfarin ár hefur Ísland sent tvö níu manna lið stúlkna og tvö níu manna lið drengja til leiks sem gefur fleiri leikmönnum tækifæri og fleiri mínútur til að spreyta sig á mótinu en U15 verkefnið er yngsta landsliðsþrepið og því 36 leikmenn að fara leika sínu fyrstu landsleiki um helgina fyrir Íslands hönd.  Leikmennirnir 36 koma frá 14 aðildarfélögum KKÍ.

Lið Grétu hefur þegar leikið tvo leiki og unnið annan en tapað hinum. Þær unnu lið Skotlands U16 með 59 stigum gegn 50 en töpuðu fyrir ungversku liði 55:68. Íslenska liðið er í öðru sæti í riðlinum og á eftir leik við Danmerkur sem tapað hefur báðum leikjum sínum til þessa. Gréta skorðai 4 stig í fyrri leiknum og eitt sig í þeim síðari.

DEILA