Global Water Dances – alþjóðlegur dansgjörningur í Selárdal

Laugardaginn 15. júní kl. 15 mun Listasafn Samúels taka þátt í
heimsviðburðinum Global Water Dances sem er dansgjörningur sem fer
fram samtímis á 170 stöðum í heiminum og miðar að því að vekja fólk
til vitundar um hamfarahlýnun af mannavöldum sem veldur því að jökla
munu hverfa hér á landi innan 100-200 ára verði ekkert að gert.
Dansgjörningarnir munu varpa ljósi á vatnsbúskap hvers svæðis fyrir
sig og þau vandamál sem uppi eru varðandi vatn og vatnsskort.

Viðburðurinn verður í streymi á vefnum http://globalwaterdances.org/
Danshópurinn Core Dance frá Bandaríkjunum mun flytja dansgjörninginn í
Selárdal. Hópurinn er nútímadansflokkur sem hefur unnið til verðlauna
og hefur aðalbækistöðvar sínar í Atlanta í Georgíufylki og í Houston í
Texas. Listrænn stjórnandi Core Dance er Sue Schroeder.
Hópurinn er í samstarfi við Listasafn Samúels um verkefnið Global
Water Dances: https://www.coredance.org/global-water-dances.html

Viðburðurinn er á facebook:
https://www.facebook.com/events/375360503325891/

Sambasumar

Viðburðurinn markar upphaf sumardagskrár í Listasafni Samúels undir
heitinu SAMBASUMAR. Frítt er inn á viðburðinn en Listasafn Samúels
tekur við frjálsum framlögum vegna uppbyggingar safnsins á reikning
512-26-4403 (kt. 440398-2949).

DEILA