Fundur með þingmönnum og ráðuneytum

Vestfjarðastofa stóð fyrir fundi í Iðnó í Reykjavík í morgun með bæjarstjórum á Vestfjörðum, þingmönnum og fulltrúum ráðuneyta. Efni fundarins var að kynna sviðsmyndagreiningu sem Vestfjarðastofa hefur látið gera um mögulega þróun á Vestfjörðum næstu árin og einng var kynnt innviðagreiningu fyrir Vesturbyggð, sem sveitarfélagið lét gera.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík sagði að fundi loknum að mæting hefði verið ágæt og var ánægður með opnar og hreinskiptar umræður um innviði á Vestfjörðum og um framtíð fiskeldis á Vestfjörðum.

Í greiningu Vestfjarðastofu kemur meðal annars fram að íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um 14% frá 2000 til 2019 og eru Vestfirðir sá landshluti þar sem mest hefur fækkað á landinu og reyndar annar af tveimur þar sem fólki hefur ekki fjölgað. Á Suðurnesjum hefur orðið 68% íbúafjölgun á sama tímabili og 33% fjölgun á höfuðborgarsvæðinu.

Íbúafjölgunin á landinu var 28% á þessum tíma.

DEILA