Fjölmenn hátíðahöld á Ísafirði

Þjóðhátíðardagurinn var hátíðlegur haldinn á Vestfjörðum. Formleg hátíðahöld voru í Bolungavík, á Hólmavík, á Ísafirði og á Hrafnseyri og fóru þau alls staðar vel fram í tiltölulega góðu veðri.

Á Ísafirði voru hátíðahöldin vel sótt og  fjölmennt var í skrúðgöngunni. Pétur Ernir Svavarsson, nýstúdent flutti ávarp og hátíðakór undir stjórn Tuuli Rähni söng. Fjallkonan flutti ljóð og var Dagný Finnbjörnsdóttir í hlutverki hennar.

Ólafur Halldórsson og Salbjörg Jósepsdóttir klæddust þjóðbúningum.
DEILA