Fjölgar í öllum landshlutum nema Vestfjörðum

Í Vesturbyggð fjölgaði um 20 manns.

Í nýju fréttabréfi frá Þjóðskrá Íslands kemur fram að lítilsháttar fjölgun hefur orðið í öllum landshlutum frá 1. desember sl. nema á Vestfjörðum þar sem fjöldi búsettra stendur í stað.
Hlutfallslega mest fjölgun varð á Suðurlandi, þar fjölgaði um 490 íbúa eða 1,7%. Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 1.989 íbúa eða 0,9% og íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um 247 íbúa eða 0,9%.

Þegar horft er til alls landsins þá fjölgaði íbúum Skagabyggðar hlutfallslega mest eða um 8,0% en íbúum þar fjölgaði um sjö íbúa eða úr 88 í 95 íbúa.
Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Eyja- og Miklaholtshreppi, um 6,0% og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi um 5,5%.

Þá fækkaði íbúum í 23 af 72 sveitarfélögum landsins síðan  frá 1. desember sl.

Óbreytt á Vestfjörðum

Íbúafjöldi á Vestfjörðum er sá sami 1. maí síðastliðinn og var þann 1. desember 2018 eða 7.064 íbúar. Óbreyttur íbúafjöldi er á norðanverður Vestfjörðum. Fjölgun varð um 10 i Bolungavík og um 5 í Súðavík en fækkun um 15 í Ísafjarðarbæ. Á sunnanverðum Vestfjörðum fjölgaði um 8, fjölgun um 20 í Vesturbyggð en fækkun um 12 í Tálknafjarðarhreppi. Á Reykhólum varð fjölgun um 4 og í Strandasýslu fækkaði um 12 manns. Þar varð fækkun 17 manns í Strandabyggð og um 2 í Árneshreppi, en fjölgun um 7 í Kaldrananeshreppi.

Íbúafjöldinn í Ísafjarðarbæ var 1. maí 2019 3.798. Í Vesturbyggð bjuggu 1.016 og 956 í Bolungavík.

DEILA