Eldismenn ekki aðilar að sáttinni

Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax segir eldismenn ekki vera sátta við frumvarp ríkisstjórnarinnar um fiskeldi sem eru til meðferðar á Alþingi þessa dagana.

Skoplegt að tala um breiða sátt

„Stórsvig Atvinnuveganefndar um leyfisferlana vekur sannarlega athygli okkar sem starfað höfum i þessu regluverki síðustu 5 árin. Þeasar vangaveltur er langt utan þeirrar sáttar sem náðist i vinnu stefnumótunarhópsins 2017 svo ekki sé nú minnst á sáttina frá 2004 þegar stærstum hluta strandlengjunnar var i raun lokað.  Það er því nokkuð skoplegt að heyra Kolbein Proppe tala á Alþingi um breiða sátt við þessar tillögur.“

matskennd ákvæði óheppileg

Kjartan segir óheppilegt að hafa mjög matskennt ákvæði í lögunum , sérstaklega í ljósi þess að búast megi við því að leyfi verði kærð út og suður og bætir við að gríðarleg  fjárfesting sé undir.

„Hugmyndir um vægast sagt matskennda skurðarpunkta eru einkar óheppilegar en fyrir liggur að greinin þarf að fjárfesta umtalsvert næstu ár i frekari uppbyggingu.   Þar er lagaramminn og leyfagrunnurinn í raun undirstöðurnar.

Jafnræði þarf að ríkja milli umsækjenda um leyfi til fiskeldis. Núverandi umsækjendur hafa verið í góðri trú og haft réttmætar væntingar og talið tiltekna löggjöf gilda og staðið bak þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað á þeim litla hluta strandlínunnar sem opin er fyrir laxeldi.“

Kjartan gagnrýnir þann áhuga sem stjórnmálamenn hafa á því að ráða úthlutun og skipulag í einstökum málum í stað þess að setja almennar reglur: „Það vekur einnig athygli mína að við fyrirhuguð uppboð virðist hreint ekki standa til að selja leyfin hæstbjóðanda heldur virðist stefnt að einhverskonar pólitískri fegurðarsamkeppni.“

„Það er auk þess að mínu mati einnig óheppilegt að ekki sé samræming milli skattlagningar og leyfaúthlutunar i fiskeldi og sjávarútvegi“ segir Kjartan og vísar þar til þess hversu ólíkar reglur Alþingi hyggst setja um markílveiðar og fiskeldi.

 

DEILA