Byggðasafn Vestfjarða: gróflega niðurlægð

Fundargerð aðalfundar Byggðasafns Vestfjarða, sem haldinn var 28. maí 2019, hefur verið birt. Undir liðnum önnur mál gaf  Helga Þórsdóttir, starfandi forstöðumaður Byggðasafnsins út yfirlýsingu vegna nýlegrar ráðningar í starf forstöðumanns:

„Mér, Helgu Þórsdóttur, finnst gróflega vegið að starfsheiðri mínum vegna niðurstöðu ráðningar stjórnar í starf forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða. Ég fer fram á rökstuðning, sem ég mun fara vandlega yfir ásamt lögmanni mínum, Önnu Guðrúnu Pind Jörgensdóttur. Munum við í framhaldi ákvarða hvort farið verði áfram með málið.

Einnig mun Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður vera upplýst um málið sem og prófessor Sigurjón B. Hafsteinsson, umsjónarmaður náms í safnafræði við Háskóla Íslands.
Ég er niðurlægð.“

DEILA