Laugardagur 19. apríl 2025

Byggðasafn Vestfjarða: gróflega niðurlægð

Auglýsing

Fundargerð aðalfundar Byggðasafns Vestfjarða, sem haldinn var 28. maí 2019, hefur verið birt. Undir liðnum önnur mál gaf  Helga Þórsdóttir, starfandi forstöðumaður Byggðasafnsins út yfirlýsingu vegna nýlegrar ráðningar í starf forstöðumanns:

„Mér, Helgu Þórsdóttur, finnst gróflega vegið að starfsheiðri mínum vegna niðurstöðu ráðningar stjórnar í starf forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða. Ég fer fram á rökstuðning, sem ég mun fara vandlega yfir ásamt lögmanni mínum, Önnu Guðrúnu Pind Jörgensdóttur. Munum við í framhaldi ákvarða hvort farið verði áfram með málið.

Einnig mun Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður vera upplýst um málið sem og prófessor Sigurjón B. Hafsteinsson, umsjónarmaður náms í safnafræði við Háskóla Íslands.
Ég er niðurlægð.“

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir