Bumbubolti á Bíldudal

Hátíðin Bíldudals grænar baunir stendur yfir um helgina. Í gær var fjölbreytt dagskrá. meðal atriða var knattspyrna svokallaður bumbubolti. Það nafn er einkun notað yfir karlmenn sem komnir eru af léttasta skeiði og farnir að safna bumbu.

Þar var það lið FC Bogga sem sló öðrum liðum við og bar sigur úr býtum.

 

Eitt kvennalið tók þátt í keppninni. Það nefndi sig sterkar konur og að sögn heimildarmanns Bæjarins besta stóð það svo sannarlega undir nafni í keppninni, en að vísu engar bumbur sjáanlegar á þeim!

Sterkar konur.
Mynd: Halldór Halldórsson.
DEILA