Búkalú Í Edinborgarhúsinu 29. júní

Margrét Erla Maack býður uppáhalds-skemmtikröftum sínum í þeysireið um Ísland og kemur sýningin við í Edinborgarhúsinu á laugardagskvöldið 29. júní. Þetta er þriðja sýningarhelgin og hefur ferðalagið gengið gríðarlega vel, og áhorfendur kvartað yfir magaverkjum af hlátri.

„Sýningin sjálf er skemmtiatriðahlaðborð – þar sem kynnir leiðir á svið mismunandi fólk sem gleður áhorfendur. Svona sýningarform er alltaf að verða vinsælla og vinsælla og býður upp á skemmtun fyrir fólk með mjög stutt athyglisspan,“ segir Margrét.

Sýningin blandar saman burlesque, sirkus, gríni og almennu rugli og er ekki við hæfi barna. Í Edinborgarhúsnu koma fram sverðgleypirinn Jellyboy the Clown, kabarettan Bibi Bioux, sagarleikarinn Markee de Saw, svipudjöfullinn Diva Hollywood, loftfimleikastjarnan Jen Kovacs, og Margrét sjálf.

Húsið opnar kl 20:30 en sýningin hefst kl. 21:00.

DEILA