Bolungavík: vatnsborun gekk vel

Tilraunaholurnar tvær sem Bolungavíkurkaupstaður lét bora fyrir sig skiluðu ágætum árangri. Önnur holan, sú í hlíðardal við neðri vatnsveituna, gefur um 10 litra á sekúndu rennsli, sem er það mesta sem svona grönn hola getur mest skilað upp,  af sjálfrennandi vatni. Seinni hæolan á eyrunum við Þjóðólfstungu var lakari og þar kom lítið vatn upp.

Að sögn Jóns Páls Hreinssonar, bæjarstjóra verður næsta skref að fylgjast með rennslinu í betri holunni næstu 1-2 mánuði og mæla hvernig hún afkastar.

Á grundvelli þeirra mælinga verður tekin ákvörðun með frekari borun á fleiri borholum sem hægt væri að nýta fyrir allt neysluvatn í Bolungarvík. Reynist rennslið vera svipað áfram verður boruð vinnsluhola og þá gæti vatnsmagnið sem upp kemur verið mun meira og í besta falli dugað fyrir vatnsveitu bæjarins.

Kostnaðaráætlun við tilraunholurnar tvær var kr. 3.152.000,- án vsk skv. minniblaði tækndeildar.

DEILA