Bolungavík: átak í förgun veiðarfæraúrgangs

Bolungavíkurkaupstaður hefur hrint af stað átaki í samstarfi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi um hreinsun á veiðarfæraúrgangi. Er ætlunin að hreinsa bæinn af veiðarfæraúrgangi svo sem netum, tóg, bölum og línum.

Tekið verður við veiðarfæraúrgangi frá útgerðum í Bolungarvík til förgunar frá 6. júní til 20. júní 2019.

Óskað er eftir að útgerðir skili veiðarfæraúrgangi í svokallað Skeljungsport sem er hjá porti Áhaldahúss bæjarins.

Förgun veiðarfæraúrgangs á þessum tímabili er útgerðum að kostnaðarlausu.

 

DEILA