Bíldudals grænar baunir um helgina

Bæjarhátíðin Bíldudals grænar baunir hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Hátíðin er haldin annað hvert ár. Í gær var afhjúpað söguskilti um Pétur Thorsteinsson og Ástríði Guðmunsdóttur Thorsteinsson á Tungunni og 9 holu golfmót var á Hólsvellinum.

Í dag er viðamikil dagskrá með fjallgöngu, dorgveiðikeppni og viðburðum í einstökum görðum, sem nefnist í túninu heima og málverkasýning verður opnuð í gamla skólanum. Setningarathöfnin verður kl 9 í kvöld á hátíðarsvæði.

Á morgun er ferð í Seljadalsskóg, kajakróður, söguganga um Bíldudal, leiksýning, skrímslaveiðar, sölutjöld og dagskrá ´ahátíðarsvæði um annaðkvöld verða svo tónleikar.

Dagskránni lýkur svo á sunnudag með tónleikum, leiksýningu og málverkasýningu.

DEILA