Bátadagar á Breiðafirði 5-6 júlí 2019. Allar gerðir báta velkomnar

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum, í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum, gengst nú fyrir bátahátíð á Breiðafirði í tólfta sinn dagana 5-6 júlí nk.

Nú verður breyting á því nú eru allar gerðir báta velkomnar, ekki bara trébátar.

Föstudagur 5. júlí.

Safnast saman.

Ráðgert er að þáttakendur safnast saman á Reykhólum föstudaginn 5 júlí. Flóð er um kl. 21 og þá er gott að setja bátana niður í höfninni fyrir þá sem koma með bátana landleiðina.

Laugardagur 6. júlí.

Á laugardagsmorgun verður haldið frá Reykhólum um kl. 9 og áformað er að sigla að Ólafseyjum og þar skoðaðar gamlar mannvistarleyfar. Þaðan verður siglt í Sviðnur þær skoðaðar, eigendur verða á staðnum og fræða þáttakendur. Síðan verður siglt innanskerja til Skáleyja og þar mun Jóhannes Geir Gíslason sýna okkur minjasafn sem hann hefur komið upp þar og fræða þáttakendur um lífið í eyjunum en hann er þar fæddur og uppalin og var þar bóndi um tíma. Loks verður siglt til baka til Reykhóla og ráðgert koma að landi um eða fyrir kl. 20 en háflóð er um kl. 22 og því hentugt að taka bátana upp.

DEILA