Árneshreppur: Verslunin opnuð í dag

Verzlunarfjelag Árneshrepps opnar formlega verslun með pompi og prakt í dag  mánudaginn, 24. júní kl 13.00

Af því tilefni verður haldin opnunarveisla þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun koma og opna verzlunina formlega.

Frá því er greint á vefnum Litla Hjalla að bakaðar hafi verið kleinur, pungar og tertur með merki Verzlunarfjelagsins svo það verður mikið um dýrðir!

Að sjálfsögðu verða ómótstæðileg opnunartilboð m.a. á Royal-búðingum og tómat-purée, svo það er eftir nokkru að slægjast!

Hlutafé verslunarfélagsins er 4 milljónir króna og Byggðastofnun styrkur verslunarreksturinn næstu þrjú árin um 7,2 milljónir króna.

Verslunarstjóri verður Árný Björk Björnsdóttir.

DEILA