Arctic Fish: umsókn um fiskeldi í Ísafjarðardjúpi áfram gild

Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segist ekki sjá annað en að umsókn fyrirtækisins um fiskeldi í Ísafjarðardjúpi uppfylli ákvæði nýsettra laga og telur að umsóknin muni halda gildi sínu.

Forsagan er sú að sótt var um leyfi árið 2011 á þremur svæðum í Djúpinu og farið af stað í umhverfismatsferli fyrir 8000 tonna fiskeldi.Frummatsskýrslu var skilað inn til Skipulagsstofnunar í september 2018. Úrskurður Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál í september sama ár um leyfi í Patreks- og Tálknafirði þar sem gerð var krafa um greiningu annarra valkosta en fiskeldis í kvíum gerði það verkum að bæta varð við frummatsskýrsluna valkostagreiningu og var þannig breyttri frummatsskýrslu skilað inn til Skipulagsstofnunar 1. mars 2019.

Sigurður segir miðað við lokaafgreiðslu frumvarpsins í gærkvöldi  sé umsóknin áfram gild. Um stöðuna segir hann að það séu komin ný lög og að Arctic Fish muni vinna samkvæmt þeim.

DEILA