Vinnueftirlitið hefur gefið út bækling um öryggi við vélar
Út er kominn nýr bæklingur um öryggi við vélar. Þar er farið yfir helstu öryggisþætti sem tengjast vélum.
Sýnt er hvernig fjarlægja má hættur við vélar með mismunandi aðferðum.
Það er grundvallar krafa í nútíma vinnuumhverfi að ekki sé hægt að komast inn á hættusvæði véla meðan þær eru í gangi.
„Allir eiga það til að gleyma sér eða gera mistök t.d. vegna álags eða þreytu.
Vinnuumhverfið má ekki vera þannig að starfsfólki sé refsað fyrir augnabliks gáleysi.
Vinnuumhverfi véla er stöðugt og breytist lítið. Það er einfalt að fjarlægja hættur við vélar með hlífum, aðgangshindrunum, geislum, lásakerfum o.fl.“
Slóð á bæklinginn: https://www.vinnueftirlit.is/media/fraedslu–og-leidbeiningarit/Oryggi_vid_velar.pdf
Í bæklingnum eru m.a. yfir 40 myndir.