Vinnudagur í Réttarholtskirkjugarði Ísafirði á morgun

Séra Magnús upp í kirkjuturninum að loknum aðalsafnaðarfundi í gær. í vetur var loksins klárað að byggja stiga upp í turninn og var fundargestum boðið að skoða turninn að loknum fundi. Mynd: Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir.
Vinnudagur er fyrirhugaður í Kirkjugarðinum á Réttarholti (í Engidal) á fimmtudag, uppstigningardag, frá kl. 13 til 16. viðburður hefur verið stofnaður á FB. Þátttakendur eru beðnir um að taka með sér sláttuvélar og hrífur og önnur garðáhöld.
Fjárhagur sóknarinnar er ekki góður. Á aðalsafnaðarfundi sem haldinn var 28.05 kom fram að kirkjugarðar Ísafjarðarsóknar eru árið 2018 reknir með halla upp á kr. 2.785.552 og Ísafjarðarkirkja með halla upp á kr. 762.007.
Það þarf því enn að draga saman útgjöld og spara og er vinnudagurinn einn liður í því og reyna að fá samfélagið til að vera með í að halda kirkjugörðunum snyrtilegum. Undanfarin ár hefur stöku sinnum verið kvartað um að garðarnir séu ekki nægjanlega vel hirtir og fólk jafnframt nefnt að það sé tilbúið til að gera eitthvað.
Vonast er til þess að sem flestir sjái sér fært að koma og eiga saman góða stund og vinna gott verk.
DEILA