Vestfjarðavegur: Þungatakmörkunum aflétt

Flókalundur. Mynd: flokalundur.is

Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun er greint frá breytingum á þungatakmörkunum:

Nú klukkan níu var aflétt sjö tonna ásþungatakmörkunum sem hafa verið á milli Flókalundar og Þingeyrar.

Athugið að þótt leiðin sé skráð í viðauka eitt þolir brúin yfir Þverdalsá ekki yfir tíu tonn.

Tveggja tonna ásþungatakmörkun gildir áfram niður í Trostansfjörð.

DEILA