Vel heppnaður harmonikudagur á Þingeyri

Harmonikudagurinn var á laugardaginn og af þvi tilefni var efnt til samkomu á Þingeyri á vegum fjölmennrar harmonikusveitar Dýrfirðinga. Tíðindamaður Bæjarins besta sagði að dagurinn hafi verið vel heppnaður, góð aðsókn og Harmonikukallarnir dýrfirsku ásamt  Lóa, Lína og  Eddu, fluttu alþýðlega og fjöruga tónlist.

Þá komu fram gestaspilarar, ung dönsk hjón sem spiluðu nokkur lög. Því næst komu fram hjónin á Mýrum, Lóa og Beggi og spiluðu á harmoniku þrjú lög raddsett. Síðan kom fram Baðstofubandið, en það skipa Sigurður Friðrik og kona hans Sigurður Pálsdóttir og Gerða pétursdóttir og Ásvaldur Guðmundsson. En hjónin Björg og Frosti frá Súðavík, sem eru í Baðstofubandinu, voru fjarstödd að þessu sinni. Sigurður og Ásvaldur á díatónískar harmonikur en þær Gerða og Sigríður léku á hristur og þvottabretti.

Að lokum spiluðu snillingarnir okkar Villi Valli, Baldur og félagar  nokkur lög og að lokum var eitt lag með Harmonikuköllunum Lóu, Lína og Eddu.

Myndir: Davíð Davíðsson, Þingeyri.

 

DEILA