Veiga kominn á Rauðasand

Veiga Grétarsdóttir kom í gær við á Rauðasandi á ferð sinni rangsælis um landið. Veðrið var með besta móti og Rauðisandur skartaði sínu fegursta eins og myndin, sem Ástþór Skúlason á Melanesi tók, sýnir vel.

Á föstudaginn hélt Veiga fyrsta fyrirlesturinn af átta og var hann á Patreksfirði. Ferðinni er svo heitið að Brjánslæk og þaðan þvert yfir Breiðafjörð með viðkomu í Flatey.

Veiga safnar áheitum fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Sjá nánar á www.pieta.is.

DEILA