Vaxandi veikindi hjá verkafólki

Hrund Karlsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur.

Hrund Karlsdóttir, formaður verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur sagði í dag í ræðu sinni í tilefni af baráttudegi verkafólks að það væri verulegt áhyggjuefni hversu mjög greiðslur úr sjúkrasjóðum verkalýðsfelaganna hefðu aukist. Kom fram í ræðu hennar að veikindi félagsmanna stéttarfélaganna hefðu greinilega aukist og það væri þróun sem gætti um allt land. Varpaði Hrund fram þeirri spurningu hvort skýringarinnar væri að leita í auknu starfsálagi. Samkvæmt reglum sjúkrasjóði Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur geta félagsmenn fengið í allt að 120 dögum sem svarar 80% af meðalllaunum síðustu 6 mánaða.

Þá upplýsti Hrund Karlsdóttir að 27% af félagsmönnum Starfsgreinasambandsins hafi þurft að neita sér um læknishjálp fyrir sig eða sína.

Ræðu hennar má lesa hér á síðunni undir aðsendum greinum.

DEILA