Tálknafjörður: mikil þörf fyrir íbúðir aldraða

Fram kemur í umsókn Tálknafjarðarhrepps til Íbúðalánasjóðs um stofnframlag til bygginga 12 íbúða fyrir aldraða að sveitarfélagið telur að eftirspurn verði strax meiri en framboð. Í Tálknafjarðarhreppi einum er núna  41 íbúi 60 ára og eldri  og í vesturbyggð eru þeir 207. Alls eru því um 250 einstaklingar sextugir eða eldri á svæðinu.

Ætlunin er að byggja þrjú fjögurra íbúða ráðhús, samtals 12 íbúðir , sem verða við sundlaugina í Tálknafirði. Hver íbúð verður 50 fermetrar. Þá er bent á í umsókninni „að Þar sem hinar nýju eignir munu verða til þess að stærri eignir á staðnum losni, mætir þessi lausn mjög vel þörfinni fyrir fjölbreyttari samsetningu íbúa og félagslegri blöndun.“

Stofnað verður félag í eigu sveitarfélagsins um bygginguna og eignarhaldið á íbúðunum. Íbúðirnar verða leigðar.

Leiguverð ákvarðast af áætlun um rekstrarkostnað hverrar íbúðar að við bættum mánaðarlegum afborgunum. Gert er ráð fyrir mjög óverulegum afgangi til að mæta ófyrirséðum kostnaði. Þannig ákvarðað leiguverð virðist rýma vel við markaðinn og lítil efni margs eldra fólks hér á svæðinu. Áætlað er að leiguverð breytist í samræmi við breytingar á almennu verðlagi, einkum hækkanir afborgana og vaxta, sem aftur ráðast af verðbólgu og vaxtastigi. Miðað er við jafngreiðslulán.

 

DEILA