Stefanía Ásmundsdóttir ráðin – Daníel í leyfi

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að ráða Stefaníu Ásmundsdóttur  tímabundið í starf sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs í námsleyfi Margrétar Halldórsdóttur. Ekki kemur fram til hve langs tíma ráðningin er.

Tillaga bæjarstjóra var samþykkt 9:0 en rædd fyrir luktum dyrum.

 

Daníel í leyfi

Þá samþykkti bæjarstjórn í gær að veita Daníel Jakobssyni leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi fyrir tímabilið 6. júní 2019 til 1. desember 2019.

Varamaður Daníels Jakobssonar í bæjarstjórn er Jónas Þór Birgisson og mun hann  taki æti
Daníels í bæjarstjórn á tímabilinu og kosið verði að nýju í bæjarráð á bæjarstjórnarfundi 6.
júní n.k., eins og samþykktir um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar gera ráð fyrir.

DEILA