Skemmtiferðaskip við Djúpuvík

Norska skemmtiferðaskipið Fram fyrir utan Djúpuvík. Mynd: Eva Sigurbjörnsdóttir.

Í fyrradag sigldi norsk skemmtiferðaskip, FRAM frá Hurtigruten, inn Reykjarfjörð í Strandasýslu og lagðist við akkeri við Djúpuvík. Að sögn Héðins Ásbjörnssonar komu tvö skip í fyrrasumar. Í sumar koma  einnig  tvö skip og mun seinna skipið koma um miðjan júní.

Um 60 manns fóru í land og skoðuðu verksmiðjuna og fengu sér hressingu og virtust njóta ferðarinnar vel.  Ferðamennirnir voru flestir þýskumælandi.

DEILA