Á fundi sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps á föstudaginn var Samúel Kristjánsson kjörinn nýr oddviti í stað Steins Inga Kjartanssonar sem óskaði lausnar frá embætti oddvita.
Kosningin gekk þá ekki alveg snuðrulaust þar sem Elsa Borgarsdóttir lagði til að Samúel Kristjánsson yrði oddviti en kosning fór þannig að hann fékk aðeins tvö atkvæði. Fráfarandi oddviti sat hjá, svo og Elín Gylfadóttir og Samúel Kristjánsson. Ekki náðist því meirihlutakosning sveitarstjórnarmanna og fór fram önnur kosning og fékk Samúel þá þrjú atkvæði og var kjörinn sem oddiviti. Steinn Ingi sat hjá og Elín Gylfadóttir, en atkvæði greiddu Elsa Borgarsdóttir, Samúel Kristjánsson og Jóhanna Kristjánsdóttir.
Elsa Borgarsdóttir var kjörinn varaoddviti en með hjásetu Steins Inga og Elínar.
Mugison inn
Lagt var fram úrsagnarbréf Guðbjargar Bergmundsdóttur, dags. 3. apríl 2019 úr hreppsnefnd en hún er að flytja úr sveitarfélaginu. Í stað hennar tekur Örn Elías Guðmundsson sæti í hreppsnefndinni.
Þá hafa einnig orðið sveitarstjóraskipti. Pétur Markan hefur látið af störfum og við er tekinn Bragi Þór Thoroddsen.