Samrekstur leikskóla og grunnskóla Ísafjarðarbæ: góð reynsla

Mynd frá leikskólanum á Flateyri.

Hugmyndir um samrekstur að einhverju leyti á leikskóla og grunnskóla hafa verið til athugunar í Vesturbyggð og verður elsti hópurinn á leikskólastiguni færður í húsnæði Grunnskóla Patreksfjarðar. Þá eru þessar hugmyndir til alavarlegrar skoðunar í Strandabyggð.

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ var inntur eftir reynslu af sameiningu milli þessara tveggja skólastiga í sveitarfélaginu:

„Nærtækt dæmi hjá Ísafjarðarbæ er ef til vill fyrirkomulagið á Flateyri. Þar voru skólarnir sameinaðir að nafninu til í fyrra. Þeir eru þó reknir sem sjálfstæðar einingar hvor í sínu húsinu. Á Þingeyri eru svo sami skólastjóri yfir bæði grunnskólanum og leikskólanum.

Í báðum tilfellum höfum við ekki orðið vör við annað en að ánægja sé með fyrirkomulagið. Á báðum stöðum erum við líka það lánsöm að starfsfólkið er lausnamiðað og opið fyrir leiðum sem miða að því að styrkja og bæta skólastarfið. Enda státum við af afbragðs grunn- og leikskólum um allt sveitarfélagið.“

 

DEILA