Reykhólar: Þ-H leið afgreidd 4. júní

Tryggvi Harðarson, fyrrv. sveitarstjóri Reykhólahrepps.

Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Reykhólahrepps segir að næsti sveitarstjórnarfundur sé fyrirhugaður 4. júní og vonast hann  eftir því að afgreidd verði  tillaga að aðskipulagi fyrir Vestfjarðaveg.  Tryggvi segirst vonast til þess að fá tillöguna með greinargerð frá sérfræðingum fyrir mánaðarmótin.

Unnið er að því á vegum sveitarfélagsins að semja greinargerð með Þ-H leiðinni sem verður hluti af nauðsynlegum aðalskipulagsbreytingum vegna leiðavalsins.

Sveitarstjórn  Reykhólahrepps samþykkti þann 22. janúar 2019 að auglýsa aðalskipulagsbreytingu þá um leiðaval í B-deild stjórnartíðinda, sem hafði verið frestað 9. júlí 2018 vegna skoðunar á R leiðinni.

Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni segist vonast til að unnt verði að fá framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórn á haustmánuðum og ef það gengur eftir  verður hægt í framhaldinu að bjóða verkið út.

DEILA