Púkamótið – skráning hafin

Mynd af keppendum púkamótsins 2014

opnað hefur verið fyrir skráninu í Púkamótið vinsæla á Ísafirði, sem verður haldið dagana 28. og 29. júní í sumar.

Dagskrá mótsins liggur fyrir og verður þannig:

Föstudagurinn 28. júní:

Kl 17:30 verður vítaspyrnukeppni á milli 40-50 ára, 50-60 ára og 60 ára plús. Um kvöldið (19:30) verður hamborgaraveisla í Húsinu eða annað útgáfuteiti í Skíðaskálanum í Tungudal í tengslum við útgáfu á bókinni um sögu ísfirskrar knattspyrnu, Siggi gæti lesa aftur upp úr bókinni og boðið verður upp á frábæran pinnamat og hægt verður að kaupa drykki

En þetta verur nú frekar óformlegt allt saman og vonandi mun veðrið leika við okkur og við ætlum bara að eiga gott kvöld saman.

Laugardagurinn 29. júní:

Púkamótið hefst kl. 13:30 á laugardaginn og lýkur því um klukkan 17. Um kvöldið kl 19:30 í húsi Frímúrara verður afhending verðlauna Púkamótsins 2019, vítaspyrnukóngar, prúðasti leikmaðurinn, besti leikmaðurinn, besti markmaðurinn og púkameistarar og eða við verðum í Skíðskálanum og höfum þetta bara óformlegt og létt og fáum kannski Rúnar Þórs Péturssonar til að sjá um fjörið.

 

Ný grein: Göngufótbolti

í fyrsta skipti verður boðið upp á svo kallaðan „Göngufótbolta“ eða heilsufótbolta. Þetta er orðið mjög vinsæll fótbolti hjá eldri kynslóð púkanna.

Leikreglurnar verða svohljóðandi:

1. Óheimilt er að hlaupa. Leikmaður verður alltaf að hafa annan fótinn á jörðinni.

2. Það er engin rangstaða.

3. Sóknarmenn mega ekki fara innfyrir vítateig (aukaspyrna). Það er bogalína fyrir framan markið, sem má ekki fara innfyrir.

4. Varnarmenn mega ekki fara innfyrir eigin vítateig (vítaspyrna). Það er bogalína fyrir framan markið, sem má ekki fara innfyrir.

5. Markvörður má ekki fara útfyrir vítateig (vítaspyrna).

6. Rennitæklingar eru með öllu bannaðar.

7. Allar aukaspyrnur eru óbeinar.

8. Markvörður verður að spyrna frá marki eða kasta með „undir arm“ kasti.

9. Lið mega vera kynja og -aldursblönduð.

DEILA