Patreksfjörður: karlar í skúrnum – stofnfundur

Á mánudaginn, þann 6. maí, verður stofnfundur verkefnisins karlar í Skúrnum á Patreksfirði. Fundurinn verður að Bjarkagötu 11 kl 17.

Verkefnið byrjaði í Ástralíu fyrir 20 árum og er fyrir karla sem fá stað og stund til þess að hittast, spjalla og vinna að sameiginlegum verkefnum. Það er Rauði krossinn sem stendur að verkefninu og er leitað eftir karlmönnum sem vilja hefja þetta verkefni á Patreksfirði.

Starfræktir eru þegar tveir skúrar á Íslandi, annar í Breiðholti og hinn í Hafnarfirði.

Vesturbyggð er búið að útvega verkefninu húsnæði, leigulaust í eitt ár.

 

DEILA