OV : framleiddi 95 Gwst en seldi 267 Gwst

Elías Jónatansson, Orkubússtjóri.

Orkubú Vestfjarða seldi á síðasta ári 267 Gwst sem skiptast í raforkusölu 163 Gwst og 104 Gwst í hitaveitusölu. Orkubúið framleiddi aðeins 19% af hitaveitsölunni sjálft með jarðhita og olíu en 81% var aðkeypt raforka. Raforkan var eigin framleiðsla að 58% eða 95 Gwst  og bændavirkjanir á Vestfjörðum framleiddu 11% af raforkunni eða 18 Gwst. Framleiðslan á svæðinu var því 113 Gwst af þeim 163 Gwst sem selt var sem raforka. Önnur raforka var að mestu aðkeypt forgangsorka.

Samanlagt var því framleitt á Vestfjörðum um 42% af þeirri orku sem  seld var.  Það þýðir að meirihluti orkunnar er framleidd utan Vestfjarða og flutt vestur. Til samanburðar þá er áætlað að Hvalárvikrjun framleiði um 320 Gwst á ári. Það erheldur meira en öll orkunotkun  Vestfirðinga., sem var 267 Gwst eins og áður segir.

Rafokuframleiðsla OV  2018 var sú mesta síðan 1993. Þessar upplýsingar komu fram í erindi Elíasar Jónatanssonar, orkubússtjóra á ársfundi OV í gær.

DEILA