Orgelvígsla í Hólskirkju

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir hið nýja orgel Hólskirkju á uppstigningardag, 30. maí kl 14.

 

Sigrún Pálmadóttir syngur einsöng með Kirkjukór Bolungarvíkur og Kvennakór Ísafjarðar syngur undir stjórn Beötu Joó við undirleik Péturs Ernis Svavarssonar. Allir eru velkomnir til vígslunnar.

 

Eftir vígsluna er kaffisamsæti í Safnaðarheimili Hólssóknar.

DEILA