Nýr björgunarbátur SVÍ á Vestfjörðum

Hið nýja björgunarskip Ísfirðinga.

Fyrir liggja drög að samningi hafnarsjóðs Ísafjarðarbæjar og Björgunarbátasjóðs SVÍ á Vestfjörðum til þrigjja ára vegna kaupa á nýjum björgunarbáti frá Noregi. Gert er ráð fyrir að grunnframlag hafnanna í ísafjarðarbæ verði 2,5 milljónir króna. Á móti kemur að björgunarbátasjóður SVFÍ skuldbindur sig til þess veita höfnunum aðgengi að skipinu þegar þörf verður á

Hafnarstjórn telur kaupin nauðsynleg og leggur til við bæjarstjórn að leitað verði leiða til að fjármagna þann kostnað sem falla mun á Ísafjarðarbæ verði samningurinn undirritaður.
Samkvæmt upplýsingum Bæjarins besta er heildarkostnaðurinn við kaupin um 40 milljónir króna.
DEILA