Nýir skólastjórar

Bæjarráð Bolungavíkur hefur ráðið Halldóru Sveinbjörnsdóttur sem næsta skólastjóra Grunnskóla Bolungavíkur.  Við ráðninguna naut bæjarráðið ráðgjafar fyrirtækisins Trappa ehf sem lagði til að Halldóra yrði ráðin.

Halldóra Sveinbjörnsdóttir hefur um árabil verið kennari við skólann.

Þá hefur fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar lagt til við bæjarstjóra að Jóna Benediktsdóttir verði ráðin skólastjóri í Grunnskóla Suðureyrar  og Sonja Dröfn Helgadóttir verði ráðin skólastjóri við Grunnskóla Þingeyrar og leikskólann Laufás á Þingeyri til eins árs.

Jóna Benediktsdóttir er skólastjóri Grunnskóla Suðureyrar og verður ráðning hennar því framlengd.

DEILA