Menntaskólinn: Brautskráning vorannar 2019

Í dag, laugardaginn 25. maí,  verður 41 nemandi brautskráður frá skólanum. Níu nemendur ljúka námi af verk- og starfsnámsbrautum. Þrír með A réttindi vélstjórnar, tveir með A réttindi skipstjórnar og einn með B réttindi skipstjórnar. Þá brautskrást þrír sjúkraliðar frá skólanum. Fjórir nemendur ljúka námi á lista og nýsköpunarbraut, þar af er einn sem einnig lýkur stúdentsprófi af opinni stúdentsprófsbraut. Alls ljúka 29 nemendur námi af bóknámsbrautum skólans, einn lýkur stúdentsprófi af fagbraut og einn af starfsbraut. Sjö brautskrást af opinni stúdentsbraut, níu af náttúruvísindabraut og 11 af félagsvísindabraut.

Útskriftarathöfnin verður í Ísafjarðarkirkju og hefst kl. 13. Allir eru velkomnir á athöfnina.

DEILA