Meistaravörn á Ísafirði: Svæðisdreifing ólífrænna snefilefna í kræklingi í Skutulsfirði og Álftafirði

Anna Hixon

Í dag, þriðjudaginn 7. maí kl. 9:00 mun Anna Hixson verja lokaritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Í ritgerðinni fæst Anna við það verkefni að greina svæðisdreifingu þungmálma og eiturefna í kræklingi í Skutulsfirði og Álftarfirði. Ritgerðin ber titilinn Understanding the Spatial Distribution of Arsenic, Cadmium, and Mercury Concentrations in Blue Mussels (Mytilus edulis) from Skutulsfjörður and Álftafjörður in the Westfjords of Iceland. Vörnin fer fram í Háskólasetri Vestfjarða og er opin almenningi.

Leiðbeinandi er dr. Helga Gunnlaugsdóttir, faglegur leiðtogi í öruggry virðiskeðju matvæla hjá Matís. Prófdómari er dr. Pernilla Carlsson, vísindakona við NIVA, norsku vatnarannsóknarstofnunina og kennari í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun.

Þá verður önnur vörn kl 13 við Háskólasetrið. Þar mun Bauke de Vries verja meistararitgerð sína um áhrif loftslagsbreytinga á strandlengju Hollands. Þar leggur hann mat á áhrif af mismunandi hárri sjávarstöðu á tímabilinu 2050 til 2100 á breytingar á sendna strandlengjuna.

Bauke de Vries.
DEILA