Vatnajökull nú stór í sögulegu samhengi

íkleg þróun Vatnajökuls samkvæmt líkanreikningum. Fyrir um 3000–4000 árum voru jöklar á hæstu fjöllum, sem síðar runnu saman og mynduðu samfelldan hveljökul. Heimild: Mynd teiknuð eftir Helgi Björnsson (2017). Mynd af vef Vatnajökulsþjóðgarðs.

Á vefsíðu Vatnajökulsþjóðgarðs eru upplýsingar um Vatnajökul. Þar kemur fram að jökullinn sé nú stærri en hann hefur lengst af verið síðustu 4000 árin. Stærstur varð jökullinn í lok 19. aldar, en eftir það fór hann að hopa og markaði það lok litlu ísaldar hérlendis.

Á síðunni segir:

Vatnajökull tók á sig núverandi mynd þegar jöklar á fjallstindum í 1200–2000 m hæð runnu saman. Líkanreikningar gefa til kynna að þetta hafi gerst fyrir um 1000–1500 árum. Við landnám (874 e.Kr.) var Vatnajökull orðinn að samfelldum hveljökli. Litla ísöld var kalt tímabil frá um 1450 til 1900 þegar jöklar stækkuðu um allt norðurhvel jarðar. Skriðjöklar Vatnajökuls náðu þó ekki niður á láglendi fyrr en á 17. og 18. öld. Í lok 19. aldar hafði Vatnajökull náð mestri útbreiðslu á Nútíma. Nokkru fyrir aldamótin 1900 tóku svo jöklarnir að hörfa frá ystu jökulgörðum og markaði það lok litlu ísaldar hérlendis.

DEILA