Kvikmyndin Eden frumsýnd á morgun

Ný íslensk kvikmynd, Eden, verður frumsýnd á morgun. Eden er önnur kvikmynd leikstjórans Snævars Sölva Sölvasonar frá Bolungavík en hann á að baki gamanmyndina Albatross. Tökurmaður myndarinnar er Logi Ingimarsson sem jafnframt klippir. Framleiðandinn er Guðgeir Arngrímsson, en Logi og Snævar framleiða einnig. Allir þrír voru einnig á bakvið Albatross.

Kvikmyndatónlist samdi Magnús Jóhann Ragnarsson og lagasmíðar eru í höndum Ísfirðingsins Þormóðs Eiríkssonar.

Með helstu hlutverk fara Telma Huld Jóhannesdóttir, Hansel Eagle, Arnar Jónsson, Tinna Sverrisdóttir, Gunnar Maris og Einar Viðar G. Thoroddsen.

Í kynningu frá framleiðanda segir um myndina að:

„Eden er villt blanda af spennu og kómík en hún segir frá parinu Lóu og Óliver sem framfleytir sér með fíkniefnasölu en þráir ekkert heitar en að elta drauma sína. Þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin ákveða þau að taka málin í sínar hendur og hefst þá barátta upp á líf og dauða.“

DEILA