Krossgötur á morgun: Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024.

Á morgun miðvikudag verður verður í Félagsheimilinu í Bolungarvík næsta miðvikudag kl. 11:30-16:00 hefja vinnu við endurskoðun Sóknaráætlunar Vestfjarða og er öllum boðið að taka þátt í þeirri vinnu.

 

Stórfundurinn markar formlegt upphaf vinnu við Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024. Markmið fundarins er að vinna framtíðarsýn fyrir Vestfirði til lengri tíma og draga fram helstu áherslur og aðgerðir til næstu fimm ára.

Á fundinum mun Sævar Kristinsson frá KPMG kynna sviðsmyndir fyrir Vestfirði 2035, Héðinn Unnsteinsson mun fara yfir Sóknaráætlanir og tilgang þeirra og Ragnheiður Magnúsdóttir formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs mun fara yfir þau tækifæri sem fjórða iðnbyltingin getur opnað dreifðum byggðum. Ingunn Guðmundsdóttir frá Capacent mun koma í stað Þóreyjar Vilhjálmsdóttur sem forfallast því miður og ræða framtíðarstauma og stefnur.

 

Að erindum loknum verður unnið í vinnuhópum að megin áherslum í atvinnu, menningar og byggðamálum Vestfjarða til næstu fimm ára.

DEILA