knattspyrna: Vestri tekur á móti Þrótti Vogum á morgun

Á morgun tekur knattspyrnulið Vestra á móti liði Þróttar í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Um er að ræða stórleik í 4. umferð 2. deildar, Vestri situr í 4. sæti með 6 stig eftir fyrstu þrjá leikina á meðan að Þróttur er í 11. sæti með 2 stig. Það er því ljóst að bæði lið munu selja sig dýrt til þess að hirða öll stigin sem í boði verða á laugardaginn.

Nú er um að gera að fjölmenna á völlinn og styðja strákana til sigurs, leikar hefjast  kl 4:00 og leikið verður á Olísvellinum á Ísafirði. Miðaverð er 1500 kr en frítt er á völlinn fyrir 16 ára og yngri, veitingasala á staðnum.

DEILA