Kiwanis: sjávarréttarveislan á laugardaginn

Kiwanisklúbburinn Básar hefur sent frá sér fréttatilkynningu um sjávarréttaveislu næstkomandi laugardag:

Kiwanisklúbburinn Básar á Ísafirði mun halda sína árlegu og  ljúffengu sjávaréttaveislu laugardaginn 4. maí.

Að vanda sér Maggi Hauks um eldamennskuna og það verður enginn svikinn sem finnur fiskinn leika við bragðlaukana.

Veislan er haldin í Kiwanishúsinu á Skeiði og húsið opnar klukkan 19.30.

Það eru allir innilega velkomnir og vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.

Ykkar stuðningur gerir klúbbnum fært að láta gott af sér leiða.

Kveðja Kiwanisklúbburinn Básar

DEILA