Kartín önnur í þríþrautinni

Í gær, sunnudag, var haldin fyrsta þríþrautarkeppni sumarsins í Kópavogi.
Bolvíkingurinn Katrín Pálsdóttir var önnur í sínum aldursflokki og fjórða konan í heildina á tímanum 47:19 en um 110 manns tóku þátt í keppninni.
Keppnin er haldin af Þríkó, þríþrautardeild Breiðabliks og í þessari fyrstu keppni ársins eru syntir 400 metrar, hjólaðir 10 km og að lokum er hlaupið 3,5 km.
Keppnisstjóri keppninnar er Ísfirðingurinn Margrét J. Magnúsdóttir.
DEILA