Karl Sigurðsson 101 árs í dag

Karl Kristján Sigurðsson, Hnífsdal er 101 árs í dag. Karl fæddist á Ísafirði, nánar tiltekið í
húsi sem kallast Rómaborg. Ungur flutti fjölskyldan út í Hnífsdal og þar hefur Karl búið stærstan hluta ævi sinnar.

Kalli átti farsælan skipstjórnarferil en lengstan tíma var hann á Mími eða alls 25 ár. Eftir að síldin hvarf fór Karl í land starfaaði lengi hjá Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal.

Í byrjun april tók Karl, ásamt fleirum,  fyrstu skóflustungu að viðbyggingu leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði eins og sjá má á myndinni sem Axel Rodriguez Överby tók.

Í Morgunblaðinu í dag er vegleg umfjöllun um afmælisbarnið.

 

DEILA